Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 17:27:57 (262)

1999-10-07 17:27:57# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[17:27]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri að hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson tekur því illa þegar ég beini þeim afar vinsamlegu tilmælum til umhvn. að hún íhugi nokkuð jafnframt öðrum málum, byggðaþróun á Austurlandi. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á þingmanninum eins og hefur komið fram.

Ég held að rétt sé að við ítrekum það enn og aftur að verið er að virkja með löglegum hætti. Það eru lög fyrir þessari virkjun sem þegar er byrjað að framkvæma. Það er verið að slá ryki í augu fólks þegar klifað er á því að hér sé farið gegn einhverjum lögum sem samþykkt voru miklu síðar en þessar framkvæmdir hófust.