Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:03:45 (292)

1999-10-11 15:03:45# 125. lþ. 6.91 fundur 52#B viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma# (aths. um störf þingsins), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:03]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar leggja mikla áherslu á að framhald verði á þessu formi og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa flestir hverjir verið viðstaddir slíka umræðu. Hins vegar getur það komið upp að þannig standi á að mjög erfitt sé að koma því við og það er mjög slæmt. Það hittir óvenju illa á núna og það er miður. Því kemur upp sú spurning, að ef þannig aðstæður eru, hvort ekki sé þá rétt að fresta slíkum fyrirspurnatíma.

Ég vil taka undir það með hv. fyrirspyrjanda, Rannveigu Guðmundsdóttur, að þetta er slæmt og við munum ræða það því að ríkisstjórnin vill hafa sem best samstarf við þingið. Þessi fyrirspurnatími er einmitt liður í því. Ég tek því undir með henni að það er mikilvægt að við getum sem flest verið viðstödd þennan fyrirspurnatíma, jafnt ráðherrar sem aðrir þingmenn.