Ráðning forstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:11:41 (298)

1999-10-11 15:11:41# 125. lþ. 6.1 fundur 43#B ráðning forstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# (óundirbúin fsp.), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:11]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Nú vita hvorki ég né aðrir kannski sem hér eru hvaða hugmyndir hafa legið þarna að baki, en spurningar mínar lutu einmitt að því. Hvort einhver stjórn eða önnur hafi komið fram með tillögu um þennan framgangsmáta er mér ókunnugt en spurningar mínar voru efnislegar. Ég spurði hvað réttlætti þennan framgangsmáta. Í öðru lagi spurði ég hvort hann væri í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í þriðja lagi mætti velta því fyrir sér hvort umsóknir þær sem fyrir lágu séu enn í gildi og verði þar til að í starfið verður ráðið, væntanlega að ári liðnu. Ég kalla því enn eftir efnislegum svörum við þessum efnislegu spurningum.