Menningarhús á landsbyggðinni

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:30:55 (312)

1999-10-11 15:30:55# 125. lþ. 6.1 fundur 45#B menningarhús á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:30]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Nefndin var sem sagt aldrei skipuð, nefndin sem átti að fjalla um málið og gera tillögur er ekki orðin til enn. Slík var alvaran á bak við menningarhúsin.

Herra forseti. Á kosningavetri má alltaf reikna með því að ríkisstjórn komi fram með ýmsa hluti sem ætlað er að geti gengið í augun á hæstv. kjósendum. En mér finnst þetta var eitt gleggsta dæmið sem hefur rekið á fjörur okkar á síðari tímum. Einfaldlega vegna þess að það er rétt, svo ég endurtaki það, að þetta vakti athygli. Þetta var rætt hér, þetta var rætt í kjördæmunum, þetta var rætt í hópi listamanna, þetta var rætt mjög víða og menn voru tilbúnir til að taka á móti þessari hugmynd og þróa hana, hver með sínum hætti, enda kom það fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni að talið var eðlilegt að menn þróuðu þetta á mismunandi vegu. Ýmist yrði um að ræða ný hús eða endurgerð eldri húsa. Það var í byrjun febrúar í vetur. Það hefur því legið fyrir nokkuð lengi og ekkert að vandbúnaði að skipa nefnd eða hefjast handa um það að koma málinu í þann farveg sem það þarf að fara í.

Herra forseti. Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu málsins.