Fræðslunet

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:36:25 (316)

1999-10-11 15:36:25# 125. lþ. 6.1 fundur 46#B fræðslunet# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:36]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Fræðslumiðstöðvarnar skipta byggðarlögin afar miklu máli. Símenntun er nauðsynleg því að í dag verður í raun enginn fullnuma. Þetta eykur víðsýni fólks og eykur einnig ánægju fólks og skapar meiri möguleika úti á landsbyggðinni en verið hefur.

Í beinu framhaldi af þessu verðum við einnig að skoða möguleika sem eru í samskiptatækninni vegna þess að vítt og breitt um land er samskiptatæknin ekki viðunandi fyrir fólkið sem býr á landsbyggðinni. Í beinu framhaldi af því hef ég lagt fram fyrirspurn til samgrh. um það hvernig við getum stuðlað að því að sem allra flestir landsmenn geti nýtt sér þessa tækni í framtíðinni.