Hvalveiðar

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:50:42 (325)

1999-10-11 15:50:42# 125. lþ. 6.1 fundur 48#B hvalveiðar# (óundirbúin fsp.), GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:50]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Ég treysti hæstv. ráðherra ágætlega til að fylgja þessu máli vel og skynsamlega eftir. Ég vil bara leggja áherslu á það, áður en þessari litlu umræðu lýkur, að þjóðin vill að hvalveiðar hefjist að nýju. Um það vitna ítrekaðar áskoranir allra heildarsamtaka sjómanna, útvegsmanna, verkafólks, sveitarfélaganna í landinu og fjölmargra annarra aðila. Um það vitna ítrekaðar skoðanakannanir sem sýna 80--90% fylgi þjóðarinnar við að veiðarnar hefjist. Um það vitnar ályktun Alþingis frá því í vor sem samþykkt var með 37 atkvæðum gegn 7.

Ég vil því hvetja hæstv. ráðherra og aðra sem fjalla um þetta í ríkisstjórninni til að fylgja þessu eftir af afli þannig að þessar veiðar geti hafist sem fyrst og náttúrlega helst strax næsta sumar eins og segir í nál. meiri hluta sjútvn.