Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 17:58:25 (350)

1999-10-11 17:58:25# 125. lþ. 6.4 fundur 6. mál: #A dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum# (breyting ýmissa laga) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[17:58]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki miklu nær. Eiginlega skilst mér helst að hæstv. forsrh. eigi ekki von á neinum lagasetningum frá hendi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja þetta sameiginlega markmið sem hann segir að sé fyrir hendi hjá ríkisstjórnarflokkunum. Mér finnst vera mikil breyting orðin á frá því í sumar þegar hæstv. forsrh. var svona fríhendis í fjölmiðlum að móta stefnuna í málefnum bankanna. Þá stóð ekki á yfirlýsingum um að tryggja þessa dreifðu eignaraðild. Nú virðist hæstv. forsrh. setja traust sitt á hæstv. viðskrh. sem muni gera þetta með einhverjum allt öðrum reglum en hér eru til umræðu í dag. Ég tek það þannig að hæstv. forsrh. hafi hreinlega orðið undir í ríkisstjórninni og samkomulagið sé ekkert betra en svo að ekki sé hægt að ná saman um þetta mál og nú hafi hæstv. viðskrh. hrósað sigri og geri það sem honum sýnist í þessu máli.