Framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 13:44:15 (371)

1999-10-12 13:44:15# 125. lþ. 7.6 fundur 66. mál: #A framkvæmdarvald ríkisins í héraði# (Fjarðabyggð, Kjalarneshreppur) frv. 95/1999, ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[13:44]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þetta frv. til laga um breyting á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Þetta eru eðlilegar breytingar að mínu mati, að saman fari breyting á umdæmi sýslumanna þegar sveitarfélögin eru sameinuð. Það var ein setning sem ég hnaut um í greinargerðinni og það var varðandi búsetu. Hvort sem það heitir Fjarðabyggð, Reykjavík eða annað, þá finnst mér að öllu leyti óeðlilegt að binda búsetu embættismanna eins og í þessu tilfelli. Það kemur hérna fram að það er ekkert verið að tala um lögheimili embættismanna í Reykjavík. Ef þeir eru í vinnu hér skiptir ekki máli hvort þeir eru búsettir í Hafnarfirði, Kópavogi eða á Selfossi. En þegar komið er út á land er tilhneiging til að binda búsetu embættismanna. Ég vil koma þessari ábendingu á framfæri.