Ættleiðingar

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 14:23:49 (381)

1999-10-12 14:23:49# 125. lþ. 7.9 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[14:23]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Án þess að ég tjái mig efnislega um ábendingar hv. þm., ég tel ýmislegt athyglisvert í máli hennar, þá verður lagatæknilega hliðin að vera rétt. Ég sagði áðan í framsögu minni að breyting þessi heyrði ekki undir frv. um ættleiðingar. Ef hv. þm. hafa áhuga á að breyta þessu fyrirkomulagi þá þarf að breyta lögunum um staðfesta samvist. Ef hv. þm. kynnir sér hvað stendur í þeim lögum þá stendur skilmerkilega, í einni grein þeirra laga, að þau séu undanþegin ættleiðingarlögum. Því er alveg ljóst að það þarf að breyta þeim lögum ef hv. þm. vill koma skoðunum sínum fram.