Ættleiðingar

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 14:26:40 (384)

1999-10-12 14:26:40# 125. lþ. 7.9 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[14:26]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi fram að þó að Danir hafi samþykkt lögin á þann máta sem hæstv. dómsmrh. lýsir er ekki þar með sagt að Íslendingar þurfi endilega að gera það eins. Ég minni á að yfir 600 börn eru núna alin upp hjá samkynhneigðum foreldrum. Mörg þessara barna bíða eftir því að lög af þessu tagi sem hér er fjallað um verði samþykkt. Þessi börn þurfa úrlausn sinna mála strax. Það hefur verið beðið eftir úrlausn fyrir mörg þessara barna í mörg ár því að við höfum verið að ræða þetta á Alþingi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta frv. er lagt fram og við vitum öll um kröfuna úti í samfélaginu hjá þessum hópi. Hún er mjög sterk og knýjandi. Börn samkynhneigðra foreldra þurfa úrlausn þessara mála strax og málefni þeirra eiga heima í ættleiðingarlögum.