Ættleiðingar

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 16:24:30 (420)

1999-10-12 16:24:30# 125. lþ. 7.9 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[16:24]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að hv. þm. kýs að snúa út úr orðum mínum hér. Eins og hann benti á réttilega var ég formaður allshn. í átta ár. Ég hef verið lengur á hinu háa Alþingi og hef verið í ýmsum öðrum nefndum þannig ég þykist vita hvaða rétt hver einstakur þingmaður hefur og hann hefur mikinn rétt. Það var alls ekki ætlun mín að gera lítið úr honum. Það hefur líka komið fram í umræðum hjá hv. þingmönnum að skiptar skoðanir eru um málið og það fer ekkert endilega eftir því í hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi aðilar eru. Þess vegna notaði ég þau orð að meiri hluti þingmanna réði því að sjálfsögðu hvort einhverjar tillögur næðu fram að ganga.