Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 17:00:51 (427)

1999-10-12 17:00:51# 125. lþ. 7.12 fundur 9. mál: #A réttindi sjúklinga# (vísindasiðanefnd) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[17:00]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er talað um læknaþing sem ekki er kannski beint á dagskrá en fyrir skömmu var aðalfundur Læknafélags Íslands og ég sat þann fund svo þeim misskilningi sé eytt. Sennilega er hv. þm. að vísa í annan fund þar sem fullar skýringar hafa verið gefnar á fjarveru fulltrúa í heilbr.- og trmrn. (ÖJ: Hverjar voru þær?) Hv. þm. fullyrti áðan að reglum um vísindasiðanefnd hefði verið breytt vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði. Vísindasiðanefnd kemur ekkert að samningum um gagnagrunn. Það gerir tölvunefnd. Ég veit að hv. þm. veit þetta en ég vil endurtaka að ég er viss um að þegar þetta mál fer í nefnd, þá eyðir hún þeirri tortryggni sem uppi er í málinu.