Sérstakar aðgerðir í byggðamálum

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 17:55:10 (442)

1999-10-12 17:55:10# 125. lþ. 7.13 fundur 10. mál: #A sérstakar aðgerðir í byggðamálum# þál., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[17:55]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Vissulega er það svo að á Vestfjörðum hafa menn rætt um jafnræðið sem hv. þm. Steingrímur Sigfússon nefndi hér áðan en ég hefði talið að rétt væri að fara aftur yfir málin á Vestfjörðum og kortleggja hvernig menn fara í raun að því að tengja Vestfirði með einni gangagerð við þjóðvegi landsins og innbyrðis á milli svæða. Ég held að það sé hægt en menn hafi ekki þorað að hugsa þá hugsun vegna þess að við fengum okkar skammt langt inn á næstu öld í göngum á Vestfjörðum.