Áhrif stórrar álbræðslu á fámennt samfélag

Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 14:39:18 (478)

1999-10-13 14:39:18# 125. lþ. 8.6 fundur 37. mál: #A áhrif stórrar álbræðslu á fámennt samfélag# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 125. lþ.

[14:39]

Árni Steinar Jóhannsson:

Herra forseti. Ég held að þessi fyrirspurn hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur sé mjög til framdráttar þeirri hugsun að nauðsyn sé að félmrn. beiti sér fyrir könnunum til að hægt sé að glöggva sig á því hvernig heildardæmið lítur út. Stóriðjustefnan hefur víðtæk áhrif, ekki bara sú stóriðjustefna sem fylgt er hér á suðvesturhorninu, heldur líka stóriðjustefnan á Austurlandi. Þetta hefur víðtæk áhrif annars staðar í samfélaginu líka. Þetta eru hlutir sem við höfum vanrækt að leggja niður fyrir okkur.

Það sem við upplifum núna er að vegna stóriðjubreytinga hefur rafmagnsverð til fyrirtækja annars staðar í landinu allt að tvöfaldast, það er algengt. Þessi stefna leiðir til þess að stór fyrirtæki, þar nefni ég til dæmis Sól-Víking hf. á Akureyri, breyta um orkugjafa og notast við dísilorku. Við verðum að vinna þannig að við höfum heildarmynd og getum glöggvað okkur á afleiðingum stóriðjustefnunnar fyrir landið allt og það sem við erum að gera.