Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1997

Fimmtudaginn 14. október 1999, kl. 11:13:21 (525)

1999-10-14 11:13:21# 125. lþ. 9.3 fundur 66#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 1997# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 125. lþ.

[11:13]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi ítreka það sem ég sagði úr forsetastóli við setningu Alþingis, ég hygg að það hafi verið í vor frekar en í haust nema hvort tveggja sé, að ég tel mjög þýðingarmikið og brýnt að íhuga hvaða breytingar rétt sé að gera á þingsköpum Alþingis. Frv. um það efni var lagt fyrir fyrr á árinu og það verk hefur beðið en hugsun mín var sú að taka málið nú upp og ræða það á fundi með þingflokksformönnum. Einnig var ég með það í huga að taka það fyrir á fundi með þingflokksformönnum á mánudag hvernig staðið skuli að kosningu umboðsmanns Alþingis en eins og hv. alþm. er kunnugt fer kosning hans fram á fundi í Alþingi án þess að nokkur uppástunga komi fram. En brýnt er að flýta því að slík kosning geti farið fram þar sem kjörtíma umboðsmanns lýkur um næstu áramót.