Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998

Fimmtudaginn 14. október 1999, kl. 12:17:44 (539)

1999-10-14 12:17:44# 125. lþ. 9.4 fundur 67#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998# (munnl. skýrsla), Forseti ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 125. lþ.

[12:17]

Forseti (Árni Steinar Jóhannsson):

Forseti vill tilkynna að auk utandagskrárumræðu sem áður var tilkynnt í upphafi fundar mun fara fram önnur utandagskrárumræða á nýjum fundi um kl. 3 í dag. Málshefjandi er hv. þm. Sighvatur Björgvinsson og hæstv. utanrrh., Halldór Ásgrímsson, verður til andsvara. Umræðan snýst um ný viðhorf um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nýr fundur verður því settur um kl. 2 þegar hinni fyrri utandagskrárumræðu og atkvæðagreiðslum lýkur.