Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998

Fimmtudaginn 14. október 1999, kl. 12:41:43 (547)

1999-10-14 12:41:43# 125. lþ. 9.4 fundur 67#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998# (munnl. skýrsla), samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 125. lþ.

[12:41]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson beindi orðum til mín í tilefni af umræðu um starfsskýrslu Ríkisendurskoðunar. Það tengdist því máli sem var hér fyrr á dagskrá, um starfshóp sem ég skipaði ríkisendurskoðanda til að vinna í.

Fyrst vil ég aðeins nefna, vegna þess að gjaldskrármál Landssímans komu inn í þessa umræðu, nokkuð sem auðvitað skiptir miklu máli þegar verið er að gagnrýna skort á samkeppni og afleiðingar þess fyrir neytendur. Nú er það svo að talsímagjöld á Íslandi eru þau næstlægstu í OECD-ríkjunum. Aðeins Lúxemburg hefur lægri talsímagjöld. Ég spyr hvort það bendi til þess að Landssíminn hafi ekki unnið vel að málum eða þeir sem þar hafa staðið að.

Varðandi setu ríkisendurskoðanda í þessum starfshópi þá vil ég bara vekja athygli hv. þm. á því að þrátt fyrir gagnrýni þingmanna Samfylkingarinnar þá komst forsn. Alþingis að þeirri niðurstöðu, að undanskildum einum forsætisnefndarmanni, að engin ástæða væri til að gera athugasemd við þessa skipan og við það situr.