Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Þriðjudaginn 19. október 1999, kl. 16:55:19 (693)

1999-10-19 16:55:19# 125. lþ. 12.8 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 125. lþ.

[16:55]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Ég kannast ekki við að almenn óánægja sé með þetta mál. Þvert á móti er almenn ánægja með það. Það kemur fram í athugasemdum sem borist hafa til þingnefndarinnar og fram kemur frá hluta stjórnarandstöðunnar það sem ég kalla svona þokkalega ánægju með þetta mál. Eins og ég segi tel ég ekki að það eigi að flækja þetta með brtt. af þessu tagi. En það kemur þá bara í ljós í þingsalnum hvernig þingið tekur því.

Að því er varðar hvort um varanlega breytingu sé að ræða þá er hún vitanlega varanleg þangað til þingið breytir því aftur. Það er ekkert öðruvísi með frv. en þá brtt. sem þingmaðurinn flytur í því efni, hvort tveggja yrði jafnvaranlegt vegna þess að nú er verið að flytja það framvegis í ákvörðunarvald þingsins sjálfs hvar eigi að stilla af gjaldtökuna í stað þess að hafa það í hendi markaðsaflanna úti í heimi með stuðlinum 2,5 sem við Íslendingar höfum bætt í, margfaldað með 2,5 hvort sem það er upp eða niður.

Auðvitað er þetta varanleg breyting að því leyti til að hún tekur náttúrlega innanlandsáhrifin varanlega út úr þessu.