Breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 20. október 1999, kl. 13:54:56 (745)

1999-10-20 13:54:56# 125. lþ. 13.3 fundur 26. mál: #A breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt. Það þarf að vera víðtæk pólitísk sátt um Ríkisútvarpið. Svo er ekki. Útvarpið liggur undir mikilli gagnrýni vegna ýmissa hluta. En það sem ég vildi spyrja hæstv. menntmrh. um, fyrst hér er verið að tala um rekstur Ríkisútvarpsins, varðar nýja sjónvarpsrás. Ef marka má fréttaflutning þá er í undirbúningi að Ríkisútvarpið hefji útsendingar á annarri sjónvarpsrás. Það er ljóst að ekki eru allir sammála um nauðsyn þess að Ríkisútvarpið sé með tvær sjónvarpsrásir í stað einnar. Því vil ég fá að vita hvert viðhorf hæstv. menntmrh. er. Lýsir hann stuðningi við hina nýju sjónvarpsrás?