Útsendingar sjónvarpsins

Miðvikudaginn 20. október 1999, kl. 14:24:12 (759)

1999-10-20 14:24:12# 125. lþ. 13.4 fundur 43. mál: #A útsendingar sjónvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 125. lþ.

[14:24]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir með öðrum og þakka fyrir fyrirspurnina. Það er nauðsyn að vekja athygli á þessu máli á hverju einasta ári.

Ég kem aðallega upp vegna þess að ég reikna með að svörin séu hönnuð af Ríkisútvarpinu og mér þykir það miður að það skuli koma fram að þeim er ekki kunnugt um þéttbýlisstaði sem njóta slæmra skilyrða. Undanfarin þrjú ár hefur það verið rætt við útvarpsstjóra, framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins og fleiri að á Akranesi, Grundarfirði, Keflavík, svo eitthvað sé nefnt af sveitarfélögum og þéttbýlisstöðum séu skilyrði slæm. Og mér finnst það vera undarlegt að þessir aðilar skuli leyfa sér að leggja ósannindi í hendur hæstv. menntmrh.