Stefnumótun í málefnum langsjúkra barna

Miðvikudaginn 20. október 1999, kl. 15:44:34 (790)

1999-10-20 15:44:34# 125. lþ. 13.8 fundur 46. mál: #A stefnumótun í málefnum langsjúkra barna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 125. lþ.

[15:44]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hér er um mjög umfangsmikla skýrslu nefndarinnar að ræða. Hv. þm. spyr mig hvort ég sé sammála skýrslunni. Það er til of mikils mælst að ég geti sagt að ég sé sammála þessari þykku og miklu skýrslu. En eins og ég sagði í fyrri ræðu minni þá hefur ríkisstjórnin þegar tekið þetta mál upp. Stefnumótunarvinna er þegar hafin með þessa skýrslu að leiðarljósi. Ég ætla því ekki að taka upp einstaka þætti hér aftur.

[15:45]

En af því að hv. þm. spurði áðan t.d. sérstaklega um barna- og unglingageðdeild eða um börn með geðræn vandamál þá get ég svarað því að það hefur þegar verið tekið nokkuð á því. Við höfum þegar tekið á nokkuð mörgum atriðum sem eru í skýrslunni og er bent á að þurfi að bæta. Við höfum þegar tekið á því. En við viljum gera betur og ég ætla að endurtaka að ekki er gert ráð fyrir einu lagafrv. en ég býst við því að það þurfi að breyta nokkrum lögum til að þetta mál nái fram að ganga.