Afgreiðsla tillögu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 10:39:16 (802)

1999-10-21 10:39:16# 125. lþ. 15.91 fundur 90#B afgreiðsla tillögu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar# (aths. um störf þingsins), JónK
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[10:39]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Efni þessarar umræðu um störf þingsins skilst mér vera það að hraða afgreiðslu tillögu um umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun sem er í vinnslu í þinginu. Ég vil láta það koma fram að það er alveg eðlilega staðið að þessu máli. Tillagan er í meðferðs þingsins á fullkomlega eðlilegan hátt og mun fá þinglega meðferð.

Hins vegar er þessi uppákoma nú aðeins til þess að gera ræðustólinn hér að fréttastofu um kærur til Evrópudómstólsins. Það er hinn raunverulegi tilgangur. (Gripið fram í.) Tillagan er í vinnslu í Alþingi og hinn raunverulegi tilgangur er uppákoma í þessu máli sem er auðvitað góðra gjalda verð en kemur ekkert störfum þingsins við. Þetta mál er fullkomlega í eðlilegum farvegi.