Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 11:39:21 (828)

1999-10-21 11:39:21# 125. lþ. 15.2 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, ÁMöl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[11:39]

Ásta Möller (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef kvatt mér hljóðs í tilefni af þeirri umræðu sem fór fram um störf þingsins áðan þar sem lesinn var upp listi yfir þá sem eru með fjarvistarleyfi í dag. Ég tel ástæðu til að ætla að sá listi sem hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson las áðan hafi verið rangur og óska þess vegna eftir því að hæstv. forseti fari yfir fjarvistarlistann.