Samkeppnislög

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 14:55:58 (862)

1999-10-21 14:55:58# 125. lþ. 15.3 fundur 90. mál: #A samkeppnislög# (bannregla, markaðsráðandi staða, frestir o.fl.) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[14:55]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skil það þannig að hæstv. ráðherra lítist ekkert á hugmynd mína. Hún var sett fram ekki síst vegna þess að ég tel að hæstv. ráðherra geti haft gagn af því og stuðning af því að hinir raunverulegu unnendur samkeppninnar, sem eru að vinna í Samfylkingunni, gætu aðstoðað hann í baráttunni við varðhunda fámennisvaldsins, Sjálfstfl. Það var ástæðan sem lá að baki.

Einnig hitt að auðvitað þekkum við það og kollegi hæstv. ráðherra, hæstv. félmrh., er til að mynda með nefnd í gangi, tekjustofnanefnd sem er skipuð þverpólitískt og er sennilega þannig saman sett til að treysta betri sátt um málið þegar það kemur fyrir hið háa Alþingi.

En ég ætla svo sem ekkert að grátbiðja hæstv. ráðherra um að stjórnarandstaðan verði með í þessu, þetta var bara hugsað honum til huggunar og styrktar þannig að hann hefði hjálp af okkur sem erum raunverulegir unnendur samkeppni í baráttunni við íhaldið. En svona er þetta.