Samkeppnislög

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 14:57:03 (863)

1999-10-21 14:57:03# 125. lþ. 15.3 fundur 90. mál: #A samkeppnislög# (bannregla, markaðsráðandi staða, frestir o.fl.) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[14:57]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Aldrei var ég í neinum vafa um að góður hugur lægi að baki tillögunni enda tók ég hana með þeim skilningi í umræðunni. Hins vegar er það bara svo að stjórnarfrv. eru stjórnarfrv. Ég er ekki í neinum vafa um að það mun myndast mjög gott samstarf milli stjórnarflokkanna um að geta komið þessu stjórnarfrv. inn á Alþingi eins og mjög mörgum öðrum stjórnarfrv.

Síðan segi ég og hef áður ítrekað við umræðuna: Ég tel hins vegar að í þessu frv. sé mjög margt sem verður hugsanlega tekið inn og ríkisstjórnin geri að sínu í stjórnarfrv. þegar það kemur hingað inn. Það sem þá út af stendur, eða ekki verður tekið tillit til, þá fer auðvitað fram hin pólitíska umræða á réttum vettvangi sem er í efh.- og viðskn. og svo auðvitað í þinginu.