Samkeppnislög

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 14:58:15 (864)

1999-10-21 14:58:15# 125. lþ. 15.3 fundur 90. mál: #A samkeppnislög# (bannregla, markaðsráðandi staða, frestir o.fl.) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[14:58]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Bara örstutt. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef áhyggjur af samstarfsflokknum, Sjálfstfl., samstarfsflokki Framsóknar, því að það auðvitað hefur komið fram af hálfu forsrh. að hann hefur verið sammála hæstv. ráðherra um að brýnt sé að endurskoða samkeppnislögin.

Herra forseti. Hann hefur viljað endurskoða þau undir þeim formerkjum að þrengja valdsvið stofnunarinnar. Það er kjarni málsins. Hins vegar miðar tillöguflutningur okkar, sem hæstv. ráðherra hefur fagnað og tekið undir og ég er mjög þakkálátur fyrir, í allt aðra átt. Þetta er áhyggjuefni mitt og það var af þessum ástæðum sem ég vildi aðstoða hæstv. ráðherra og flokk hans við að koma þessum meginatriðum fram því að ég er hræddur um að hann verði rekinn til baka við ríkisstjórnarborðið af hæstv. forsrh. þegar þessar áherslur verða hafðar uppi við. Það er veruleiki málsins sem blasir við okkur þegar maður horfir í misvísandi yfirlýsingar annars vegar hæstv. forsrh. og hins vegar hæstv. viðskrh.