1999-11-01 15:02:03# 125. lþ. 16.95 fundur 107#B ÁGunn fyrir PP, BjörgvS fyrir MF, GÓ fyrir ÞBack, MÁ fyrir GÖ, PM fyrir SF, VÞV fyrir KF#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi, Mörður Árnason íslenskufræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Guðrún Ögmundsdóttir, 11. þm. Reykv.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því að Árni Gunnarsson, 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. v., taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Virðingarfyllst,

Páll Pétursson.``

Árni Gunnarsson og Mörður Árnason hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru þeir boðnir velkomnir til starfa.

Enn fremur hafa borist svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Austurlandskjördæmi, Gunnar Ólafsson framhaldsskólakennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Þuríður Backman, 5. þm. Austurl.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Katrín Fjeldsted, 14. þm. Reykv.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Reykn., Páll Magnússon framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Siv Friðleifsdóttir, 7. þm. Reykn.``

,,Þar sem ég verð erlendis í opinberum erindum og get að auki ekki sótt þingfundi í nokkra daga leyfi ég mér með vísað til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþm. Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson háskólanemi, taki sæti á Alþingi í næstu tvær vikur í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm. flokksins í Suðurlandskjördæmi.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl.``

,,Ég undirrituð get ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurl., í fjarveru hennar dagana 1.--12. nóvember vegna persónulegra ástæðna.

Katrín Helga Andrésdóttir.``

Kjörbréf Björgvins G. Sigurðssonar, Gunnars Ólafssonar, Páls Magnússonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þeir hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.