Umboð nefndar um einkavæðingu

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:15:38 (905)

1999-11-01 15:15:38# 125. lþ. 16.1 fundur 95#B umboð nefndar um einkavæðingu# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:15]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Þær reglur sem settar eru við sölu á tilteknum eignum hverju sinni eru bornar undir einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar, þ.e. þá ráðherra sem þar sitja, hæstv. forsrh., utanrrh., fjmrh. og viðskrh. Síðan eru viðkomandi fyrirtæki seld eða boðin út með hliðsjón af og í samræmi við þær reglur. Það er síðan einkavæðingarnefndin og í þessu sérstaka tilfelli sérstök innri nefnd skipuð Hreini Loftssyni, Jóni Sveinssyni og Brynjólfi Sigurðssyni úr háskólanum sem metur hvort tilboð sem berast séu í samræmi við þær reglur. Það er að vísu heimilt ef aðeins eitt tilboð berst að hafna því jafnvel þó það uppfylli allar reglur.

Nefndin mun hins vegar geta mælt með að því verði tekið. Ábyrgðin á þeirri sölu er ábyrgð ráðherranna engu að síður, ekki nefndarinnar, bæði einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar annars vegar og þeirra tveggja ráðherra sem með málið fara, viðskrh. og fjmrh., sérstaklega. Ég geri því ráð fyrir því að áður en endanlega verður frá því máli gengið þá liggi fyrir samþykki allra þessara aðila allra.