Tæknibúnaður lögreglunnar á landsbyggðinni

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:22:53 (911)

1999-11-01 15:22:53# 125. lþ. 16.1 fundur 96#B tæknibúnaður lögreglunnar á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:22]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Samkvæmt nýlegri reglugerð heldur ríkislögreglustjóri utan um starf og þjálfun sérsveita lögreglunnar og þar með er þetta miðstýrt lögreglulið sem starfar um allt land undir stjórn ríkislögreglustjóraembættisins, en liðið samanstendur af lögreglumönnum úr ýmsum lögregluliðum. Það er auðvitað sjálfsagt að kanna hvort vanti eitthvað á í tækjabúnaði hjá þessu liði því ef eitthvað gerist þá er það einmitt þessi sérsveit ríkislögreglustjóra sem kemur á staðinn.

Ég þakka hv. þm. fyrir þessa ábendingu því að ef eitthvað er að og eitthvað vantar á í tækjabúnaði eða öðru þarf að athuga það. Ég hef reyndar ekki fengið neinar sérstakar ábendingar þess efnis og vaflaust getur það verið matsatriði hverju sinni hvaða búnaður hentar og hvaða búnað vantar á hverjum stað. En þau stóru mál sem hafa komið upp upp á síðakastið, eins og þessi fíkniefnamál sem hv. þm. benti á, sýna það að við verðum að halda vöku okkar. Það má svo sannarlega þakka lögreglunni í þessu sambandi, en engu að síður er það rétt að afbotastarfsemin virðir engin landamæri og það þarf vissulega að huga að þörfinni víðsvegar um landið.