Umgengni barna við báða foreldra

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:25:52 (913)

1999-11-01 15:25:52# 125. lþ. 16.1 fundur 97#B umgengni barna við báða foreldra# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:25]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Á 122. þingi og reyndar í tvígang fluttum við hv. þm. Össur Skarphéðinsson þáltill. um bætta réttarstöðu barna til umgengni við báða foreldra sína. Henni var vísað til ríkisstjórnarinnar og þaðan til nefndar að störfum í dómsmrn. sem hafði það verkefni m.a. sem við lögðum til. Reyndar hafði hún mun stærra verksvið. Við lögðum til í þessari þáltill. að barni yrði skipaður talsmaður ef ágreiningur kæmi upp í umgengnismálum og lögðum til að komið yrði á vandaðri skilnaðarrágjöf til að ganga frá umgengni og forræði.

Nú hefur hæstv. dómsmrh. reifað, a.m.k. í fjölmiðlum, vilja sinn til úrbóta í málefnum barna sem ekki njóta umgengni við báða foreldra sína og nefnt þessi atriði m.a. Því spyr ég, herra forseti:

Hvað er á döfinni í þessum málum hjá hæstv. ráðherra?

Er að vænta lagafrumvarpa um þessi efni?

Hefur nefnd sú sem vann m.a. að þessum málum í ráðuneytinu skilað tillögum sínum?