Umgengni barna við báða foreldra

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:29:11 (915)

1999-11-01 15:29:11# 125. lþ. 16.1 fundur 97#B umgengni barna við báða foreldra# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og fagna því að hæstv. ráðherra tekur vel í tillögur okkar Össurar Skarphéðinssonar úr þessari þáltill. Og ég fagna því að það skuli eiga að koma á tilraunaverkefni. En ég hefði gjarnan viljað heyra það frá hæstv. ráðherra að lagabreytingar kæmu til þannig að vandaðri skilnaðarráðgjöf yrði komið á skv. lögum og að börnum verði skipaður talsmaður ef ágreiningur er um umgengnismál. Svo er ekki í dag.

[15:30]

Ég minni á að 500 heimili á ári leysast upp vegna skilnaða og þar er óvígð sambúð ekki meðtalin. Þetta er því stórt hagsmunamál mjög stórs hóps barna og ekki síður foreldra, en vissulega er það réttur barnsins sem er þarna í fyrirrúmi enda gekk okkar þáltill. út frá því.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Mun hæstv. ráðherra festa þetta í lögum á næstunni?