Umgengni barna við báða foreldra

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:30:26 (916)

1999-11-01 15:30:26# 125. lþ. 16.1 fundur 97#B umgengni barna við báða foreldra# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:30]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Ég nefndi það áðan í svari mínu til hv. þm. að þetta væri tilraunaverkefni. Ég geri ráð fyrir því að gerð verði tilraun með þetta verkefni sem muni standa í eitt ár og að henni lokinni verði gerð úttekt á hvernig sú sáttastarfsemi hafi gengið fyrir sig. Ef ástæða þykir til, hún hafi gengið það vel að hún hafi skilað góðum árangri, þá mun ég að sjálfsögðu gera tillögu um það að lögum verði breytt þannig að slíkt fyrirkomulag verði fest í sessi varanlega. Slík löggjöf gildir á Norðurlöndunum í dag. Það má nefna að í Noregi er það skylda að foreldrar leiti eftir slíkri ráðgjöf en í Danmörku er hins vegar boðið upp á meðferð og ég tel að það sé æskilegri leið.