Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 17:37:13 (994)

1999-11-02 17:37:13# 125. lþ. 17.5 fundur 108#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[17:37]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að óhætt sé að segja að við getum verið samstiga um þessar kenningar og vangaveltur okkar. Við getum alveg eins, þegar við horfum hérna fram í þingsalinn, hugsað um á hvern hátt er talað um stjórnmálamenn. Við erum alveg klár á því að það er talað mjög mismunandi um okkur stjórnmálamenn. Þannig að þegar talað er um umhverfissinna, hugtakið umhverfissinni hefur mjög víða merkingu, þá leynist flagð undir fögru skinni þar eins og kannski víðar.