Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 19:23:01 (1016)

1999-11-02 19:23:01# 125. lþ. 17.5 fundur 108#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[19:23]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg rétt sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson bendir á að hann hefur alltaf komið hreint fram í þessu máli. Hann hefur viljað að Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu og málflutningur hans hefur verið skýr, þetta er alveg hárrétt.

Annars hefur verið skemmtilegur samhljómur hér milli Framsfl. og ýmissa talsmanna Samfylkingarinnar, sérstaklega að því leyti sem fram kom áðan, að þeir eru með skot og skeytasendingar í garð flokks míns, sem þeir þykjast ekki muna hvað heitir, þeir svona stama sig fram úr heitinu. Hann heitir Vinstri hreyfingin -- grænt framboð. Heitið er skýrt og málflutningurinn og málstaðurinn einnig.