Aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 20:05:57 (1029)

1999-11-02 20:05:57# 125. lþ. 17.6 fundur 112. mál: #A aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa# þál. 4/125, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[20:05]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi aðeins þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir ræðu hans sem ég tel vera afar gagnlegt innlegg í þetta mál, því hann talar af reynslu. Samningnum er einmitt ætlað að skapa önnur skilyrði en hann hefur upplifað. En síðan er frv. til laga til meðferðar á Alþingi sem er ætlað, eins og hann kom að, að uppfylla þær skuldbindingar sem við erum að gangast undir. Þær fyrirspurnir sem hann lagði hér fram eiga því mikið erindi inn í þá umfjöllun, bæði að því er varðar þessa þáltill. og að því er varðar lagafrumvarpið. Það er að sjálfsögðu skylda okkar að uppfylla þær skuldbindingar sem við erum hér að gangast undir. Ég vænti þess að íslenskt þjóðfélag geri það og ég hef þá trú að við munum gera það í meira mæli en ýmsar aðrar þjóðir sem hafa undirritað samninginn. Ég hef þá trú á íslensku samfélagi og ég veit að hv. þm. er mér því sammála.