Forgangur kostaðra dagskrárliða Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 13:54:21 (1043)

1999-11-03 13:54:21# 125. lþ. 18.2 fundur 105. mál: #A forgangur kostaðra dagskrárliða Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hv. löggjafarsamkundan, Alþingi Íslendinga, heldur áfram að standa í fyrirtækjarekstri. Hér erum við að ræða mál sem eru eðlileg fyrir stjórn viðkomandi fyrirtækis. Hv. fyrirspyrjandi segir þessa ráðstöfun hafa vakið furðu og hörð viðbrögð hlustenda. Í eðlilegum rekstri hefði þetta átt að valda ótta hjá stjórninni um að viðskiptamenn mundu segja upp viðskiptum, þ.e. áskriftinni. Það væru hin eðlilegu viðbrögð.

En hvað gerist? Ekki neitt, vegna þess að það er skylduáskrift að þessu fyrirtæki. Ég skora á hv. fyrirspyrjanda, Kolbrúnu Halldórsdóttur, að taka undir með mér með að afnema skylduaðild að Ríkisútvarpinu. Þá getur hv. þm. sagt upp áskriftinni.