Rannsóknir á útkomu samræmdra prófa

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 14:11:51 (1053)

1999-11-03 14:11:51# 125. lþ. 18.3 fundur 108. mál: #A rannsóknir á útkomu samræmdra prófa# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[14:11]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka þessa fyrirspurn og svar hæstv. menntmrh. Ég hef orðið var við að mjög algengt er hjá hinum almenna borgara að meta skóla út frá hinum samræmdu prófum eftir að farið var að birta niðurstöður í samræmdum prófum opinberlega.

Ég vil vekja athygli á því að þetta getur verið mjög hættulegt að því leyti til að oft á tíðum eru t.d. félagsmálabörn svokölluð flutt á milli landsvæða gjarnan úr höfuðborginni út í sveitirnar þannig að samræmdar niðurstöður skekkja þessa mynd. Það kom fram í svari hæstv. menntmrh. að það er einmitt gert ráð fyrir því að birta ekki niðurstöður þar sem fámennir skólar eru, t.d. tíu nemendur og færri vegna þess að niðurstöður í þessum prófum skekkja myndina.

Ég vek líka athygli á því að það eru til skólar í höfuðborginni sem hafa lagt niður verkmenntagreinar til að efla bóknámið í samræmdum greinum og það er auðvitað ekki eins og við viljum hafa það.