Langtímaáætlun í jarðgangagerð

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 14:42:02 (1065)

1999-11-03 14:42:02# 125. lþ. 18.5 fundur 61. mál: #A langtímaáætlun í jarðgangagerð# fsp. (til munnl.) frá samgrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[14:42]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Kristjáni L. Möller. Eins og hann hefur rakið ágætlega er um mikið hagsmunamál að ræða. Það hefur komið fram í umræðunni, í svörum hæstv. ráðherra og máli hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur að vissulega er um mikil hagsmunamál fólks á stórum landsvæðum að tefla. Ég tel víst að hið sama gildi um jarðgöng á Austfjörðum og á Norðurlandi þar sem ég þekki betur til og fullyrði að jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eru lífshagsmunamál fyrir framtíð Siglufjarðar sem blómlegs bæjar. Auk þess styrkir samgöngubótin byggð á stóru svæði.

Þessi jarðgangagerð þarf því að hefjast á næstu árum. Ef ekki þá verður þjóðin einum Siglufirði fátækari. Ég hvet því til skjótra viðbragða. Við eigum fyrir þessum framkvæmdum og ég fagna svörum hæstv. samgrh. sem vitna um að hann sefur ekki á verðinum.