Verkefni sem sinna má á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:35:32 (1088)

1999-11-03 15:35:32# 125. lþ. 18.8 fundur 51. mál: #A verkefni sem sinna má á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:35]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er aðeins eitt sem ég vil nefna í þessu sambandi. Hér er verið að vinna að góðum og göfugum markmiðum og ég á von á því að það takist hjá ráðherra. Hins vegar vil ég nefna að það væri jafnframt gott ef ráðherra tæki sér það fyrir hendur, og ráðherrar jafnvel almennt, að vinna að hugarfarsbreytingu í þeim stofnunum sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, hugarfarsbreytingu í þá átt að hægt er að vinna mikið af verkefnum úti á landsbyggðinni sem hrúgað er á höfuðborgarsvæðið algjörlega að óþörfu. Dæmi eru um að verið er jafnvel að borga starfsmönnum einstakra stofnana sem hafa verið úti á landi hærri laun fyrir að koma til starfa á Reykjavíkursvæðinu. Þeir eru svo jafnvel sendir með miklum tilkostnaði út á land til að sinna verkefnum þar.