Lækkun húshitunarkostnaðar

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:55:56 (1097)

1999-11-03 15:55:56# 125. lþ. 18.9 fundur 78. mál: #A lækkun húshitunarkostnaðar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:55]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Lækkun á húshitunarkostnaði er einn af þeim þáttum sem vega hvað mest í byggðaþróun á landinu í dag. Ég fagna svari ráðherra og ég veit að í ráðuneyti hans er verið að vinna að þessum málum. Varðandi stuðning við nýjar hitaveitur á köldum svæðum, þá langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra um hitaveitur sem voru stofnaðar fyrir 10--20 árum og standa nú frammi fyrir því að verða að endurnýja mjög mikið af sínum lögnum og geta þess vegna ekki lækkað verðið. Og hvernig er stuðningi háttað til þeirra einyrkja eða bænda sem hafa möguleika á að virkja heitt vatn í sínu nágrenni?