Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 16:09:30 (1104)

1999-11-03 16:09:30# 125. lþ. 18.10 fundur 49. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[16:09]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég kann því ákaflega illa að ég sé sakaður um að vera með einhver brigslyrði um hv. stjórnarþingmenn þó að ég fjalli um tillögur sem gerðar hafa verið í svokallaðri byggðanefnd forsrh. Það liggur fyrir svart á hvítu að þetta stemmir engan veginn við þau gögn sem ég vitnaði til áðan sem þessi byggðanefnd vann með, gögn frá Fjarhitun. Þær tillögur sem hæstv. iðnrh. nefndi áðan, að bæta 30 millj. við þær 600 sem fyrir voru munu engan veginn duga. Við skulum þá halda áfram að skoða hvað þarna spilar á milli, hvað er þarna um að vera, en menn telja að 200--250 millj. vanti á fjárlögum fyrir árið 2000 til þess að þessu markmiði verði náð, þ.e. að færa húshitunarkostnað þeirra sem búa við dýrasta flokkinn niður í meðallag.