Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 11:50:51 (1120)

1999-11-04 11:50:51# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[11:50]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni litlu við það að bæta sem ég sagði áður. Ég hef sagt að það er sameiginlegt verkefni forráðamanna sjúkrahúsanna, heilbrn. og fjmrn., fjárln. og Ríkisendurskoðunar að komast að niðurstöðu um þessi mál. Að öðru leyti ætla ég ekki að fara að fjölyrða um málefni einstakra sjúkrahúsa í þessum ræðustól. Verkefni okkar er að skilgreina þessi mál og komast að niðurstöðu um hvert umfangið er, hvað menn ætla sér og hvaða fjármuni þarf til. Til þess þarf einnig --- og á það skortir kannski --- samræmdar mælingar á því hvað fram fer á sjúkrahúsunum þannig að hægt sé að gera eðlilegan samanburð.

Ég endurtek að þetta er verkefni sem verið er að vinna að og þessir aðilar eiga að koma að því. Ég held að allir hafi fullan vilja til að koma á góðu skipulagi í þessum efnum.