Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 14:16:43 (1139)

1999-11-04 14:16:43# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[14:16]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. hélt ræðu og ég heyrði út úr ræðunni loforð, en hv. þm. heyrði hótun út úr nákvæmlega sömu ræðu. Í því felst munurinn. Síðan sagði hv. þm. að slæmt væri að tekjur hefðu hækkað umfram verðlag. Vill hann þá virkilega að tekjurnar haldi í við verðlag eða bara hreinlega lækki? Þá mundu barnabæturnar væntanlega hækka í heild sinni. Hann gat þess líka í ræðu sinni, sem ég gat ekki komið inn á, að skýrsluvélakostnaður Skýrr hefði hækkað um 115 milljónir. Þetta hefur svo sem komið fyrir undanfarin ár aftur og aftur en þá gátu menn ekki leitað annað. Vegna þess að fyrirtækið er núna einkafyrirtæki, þá getur ríkissjóður leitað annað. Guði sé lof.