Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 15:40:05 (1156)

1999-11-04 15:40:05# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki á hvaða ræðu hv. þm. var að hlusta. Ég sagði ekkert um að hann hefði farið hörðum orðum um þetta frv. Ég sagði hins vegar að hann hefði farið hörðum orðum um stjórnun innan ríkisins. Það endurtek ég hér og spyr hv. þm.: Af hverju kemur hann hingað og talar eins og hann gerir en þorir ekki að segja hlutina hreint út? Af hverju áfellist hann stjórnun fjármála innan ríkisins en þorir ekki að draga þá eðlilegu ályktun, sem allir aðrir sem hlýða á mál hans hljóta að gera, að þeir sem standa í fylkingarbrjósti fyrir stjórn fjármálanna hljóti að vera hinir ábyrgu?

Ég spyr hv. þm.: Er mér heimilt að draga þá ályktun af orðum hans að skoðun hans sé sú að tveir síðustu hæstv. fjámrálaráðherrar hafi ekki staðið í stykkinu?