Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 16:13:15 (1165)

1999-11-04 16:13:15# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, VÞV (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[16:13]

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki hugsað mér að hefja samningaviðræður á milli ríkis og sveitarfélaga í þingsölum. Þessi mál eru til umfjöllunar í tekjustofnanefnd sem starfar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Þar verða þessi mál rædd. Við höfum sett fram ákveðnar kröfur og þær verða ræddar þar. Það er ekki gott að segja hversu miklum árangri við náum.

Það er svo sem sama hver er í ríkisstjórn en oft hefur verið erfitt að ná þeim markmiðum sem við höfum óskað eftir, fulltrúar sveitarfélaganna. Eins og ég sagði áðan tel ég mikilvægt að menn setjist niður og það munum við gera á næstunni og reyna að ná farsælli lendingu í þessu máli undir ágætri forustu hv. þm. Jóns Kristjánssonar.