Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 16:17:58 (1169)

1999-11-04 16:17:58# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[16:17]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú byrjar þessi leikfimi í tölum frá hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni. Í þessari ágætu árbók stendur að hér sé tekjuafgangur upp á 669 millj. Síðan er fjárfestingin fjármögnuð með afgangi frá rekstri, ekki með lántökum.

Ég vil líka benda á annað, með leyfi hæstv. forseta. Rekstur málaflokka er 62,5% án vaxta. Ef öll sveitarfélög væru með svona góðan rekstur þá væri vandinn kannski ekki svona mikill. En bara til að þingheimur og þeir sem á hlusta viti að þingmaðurinn fari með réttar tölur í málinu þá eru það sem sé 670 millj. í tekjuafgang og síðan kemur fjárfestingin til frádráttar eðlilega.