Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 16:23:30 (1173)

1999-11-04 16:23:30# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[16:23]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Það er með ólíkindum að hlusta á hv. þm. tala um fölsun á rekstri og að núverandi valdhafar í Hafnarfirði séu að reyna að fela eitthvað. Hans flokkur og hans menn hafa stjórnað Hafnarfirði í áraraðir. Ný stjórnvöld í Hafnarfirði hafa verið að taka við óráðsíu og vandamálum á þessu og hálfa síðasta ári og að tala um að það sé vegna sex mánaða á árinu 1998 er náttúrlega hjákátlegt að hlusta á. Mér finnst að hv. þm. ætti í rauninni að biðja Hafnfirðinga afsökunar á þeim ummælum sem hann hefur látið frá sér fara í þessum ræðustóli í dag.