Rannsókn kjörbréfs

Miðvikudaginn 10. nóvember 1999, kl. 13:33:46 (1197)

1999-11-10 13:33:46# 125. lþ. 21.1 fundur 125#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 125. lþ.

[13:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Þá hefur enn fremur borist eftirfarandi bréf:

,,Ég tilkynni með bréfi þessu að ég get ekki sótt þingfundi frá 8. nóvember til 22. nóvember nk. og óska eftir launalausu leyfi. Ég óska jafnframt eftir að varamaður Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi taki sæti mitt.

Þar sem Pétur Bjarnason hefur ekki tök á að sitja þing að þessu sinni, samanber meðfylgjandi bréf hans, óska ég eftir að Bergljót Halldórsdóttir, 2. varamaður á lista Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi, taki sæti mitt og að rannsókn fari fram á kjörbréfi hennar.

Virðingarfyllst,

Guðjón A. Kristjánsson,

formaður þingflokks Frjálslynda flokksins.``

Jafnframt fylgir tilvitnað bréf frá Pétri Bjarnasyni, 1. varaþingmanni Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi, sem hljóðar þannig:

,,Ég staðfesti með bréfi þessu að ég hef ekki tök á að taka sæti Guðjóns Arnars Kristjánssonar á Alþingi sem 1. varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi að þessu sinni þar sem ég er á förum til útlanda í áríðandi erindagjörðum.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Bergljótu Halldórsdóttur sem er 2. varamaður á lista Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi.

Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til að fjalla um kjörbréfið.