Frumvörp um fjarskiptamál

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 10:47:25 (1245)

1999-11-11 10:47:25# 125. lþ. 23.91 fundur 131#B frumvörp um fjarskiptamál# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[10:47]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil taka undir þá ósk að þessu máli verði frestað. Hér hefur komið fram að menn vilja vanda til verkanna, það sagði hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, en byrjum að ræða málið, bætti hann við. Byrjum að ræða málið, sagði hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir líka.

Þetta er ekki bara formsatriði. Umræða á Alþingi er ekki bara formsatriði. Við erum að segja að öll nauðsynleg gögn í þessu máli eru ekki komin fram. Og við óskum eftir því að þetta mál verði þá fyrst rætt þegar þau gögn hafa komið fram. Þetta er eðlileg krafa, þetta er lýðræðisleg krafa og þetta er mikilvæg krafa fyrir hönd Alþingis að við stöndum saman um hana og ég tek heils hugar undir hana.