Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 12:00:44 (1261)

1999-11-11 12:00:44# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[12:00]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var sæmilega skýrt hjá hv. þm. en ég held að hann eigi ekki að gera lítið úr því þó bent hafi verið á að ekki hafi verið talað einum rómi á þessu sviði.

Ég skil hv. þm. svo að í vinnu hv. samgn. komi til álita að falla frá því meginmarkmiði sem lýst er í frv. Ég tel, virðulegi forseti, þau viðhorf sem hv. þm. talaði fyrir áðan koma mjög til álita. Ég tel vel þess virði að skoða þau atriði og jafnvel nauðsynlegt ef tryggja á samkeppni á þessu sviði. Ég tek undir með hv. þm. og mun aðstoða hann við þann möguleika.